Hver erum við?
Tónar lífsins fæddist úr ástríðu okkar fyrir djúpri tengingu – við líkama, anda og hið ósýnilega svið hljóðsins.
Við sameinum tónheilun, öndunarvinnu og orku Himalaya-skálanna til að skapa rými þar sem fólk getur slakað á, losað um og snert eigin innri tón.
Í gegnum námskeið, kennslu fyrir leiðbeinendur og retreat bjóðum við fólki að kynnast krafti hljóðsins — ekki aðeins sem upplifun, heldur sem umbreytandi verkfæri til tengingar, jafnvægis og lækningar.
Hvort sem þú kemur í Himalayan Soundbath, ferðalag með öndun og hljóð, eða tekur þátt í Retreati, færðu að upplifa rými þar sem kyrrðin talar, hjartað opnast og tónar lífsins verða hluti af þér.
✨ Tónar sem snerta sálina ✨
Arnar Snæbjörnsson
Ég er annar eigandi Ayurveda á Íslandi, þar sem ég vinn daglega með heildræna heilsu, ayurvedískar vörur og lífsstíl sem næra bæði líkama og anda.
Fyrir um fimm árum kynntist ég tónheilun og fann þar djúpa tengingu — hljóð, titringur og kyrrð sem opnuðu nýja leið á minni vegferð. Ég hef lokið bæði Tibetan Singing Bowl Therapy – Harmonic Sounds og Energy Healing – Heal Singing Bowl Academy, sem hafa dýpkað skilning minn og styrkt kallið til að miðla þessum lækningartónum áfram.
Samhliða þessu er ég í námi í psychedelic-assisted therapy, sem styður mig í að vinna á nærgætinn, rólegan og heildrænan hátt með innri rými fólks.
Í Tónum Lífsins skapa ég mjúkt, öruggt rými þar sem hljóð og nærvera leiða okkur inn í meira jafnvægi, tengingu og innri frið.
Þú ert hjartanlega velkomin/n.
Menntun og þjálfun
- Keilir
- Einkaþjálfari
- Reiki II
- AWE Ecstatic Mysticism (Psychedelic assisted therapy (in progress) )
- Tibetan Singing Bowl Therapy -
Harmonic Sounds - Energy Healing - Heal Singing Bowl
Academy
Ingunn Ragna Sævarsdóttir
Ingunn er annar eigandi Lotusþjálfunar og leiðir fólk af djúpri nærveru og hlýju. Hún hefur starfað sem jógakennari og þjálfari í áratugi og sem Reikimeistari hefur hún helgað sig innri vinnu, orkuheilun og því að hjálpa öðrum að tengjast þeirri kyrrð sem býr undir öllu.
Ferðalag hennar inn í tónheilun hófst sem eigin lækning – og varð fljótt að köllun. Ingunn hefur sérhæft sig í hljóðmeðferðum og lokið Masterclass í tónheilun hjá Harmonic Sounds ásamt frekari þjálfun í Tíbet-skálum, orkuvinnu og gongi.
Í leiðslum sínum sameinar hún mýkt, næmni og faglega dýpt. Hún skapar rými þar sem líkaminn fær að slaka, spennur losna og innra jafnvægi fær að koma upp á yfirborðið á sinn náttúrulega hátt.
Menntun og þjálfun
- Jógakennari
- Reikimeistari
- Matreiðslumeistari
- Tibetan Singing Bowl Therapy – Harmonic Sounds
- Energy Healing – Heal Singing Bowl Academy
- Gong grunnur – Arnbjörg Konráðsdóttir